Íhugar málsókn gegn RÚV 10. júlí 2008 15:01 Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri OR. Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, íhugar málsókn gegn fréttastofu Ríkissjónvarpsins í kjölfar fréttar í gærkvöldi þar sem gefið var í skyn að Guðmundur hafi tekið skjöl Orkuveitunnar ófrjálsri hendi. Guðmundur lýsir furðu á einhliða fréttaflutningi fréttastofunnar þar sem engin tilraun hafi verið gerð til að bera efni fréttarinnar undir sig. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Guðmundi. ,,Ekkert var heldur haft eftir forsvarsmönnum Orkuveitunnar, enda segir forstjóri fyrirtækisins í fjölmiðlum, að málið sé alls ekki jafn alvarlegt og gefið sé í skyn í fjölmiðlum. Það verður að teljast fáheyrt og mun undirritaður í framhaldinu ræða við lögmenn sína um mögulega málssókn af þessum sökum, enda ber allt þetta ferli keim af því að verið sé að hanna tiltekna atburðarás," segir í tilkynningunni. Guðmundur segir að hann hafi ekki fjarlægt nein gögn úr skjalageysmlu Orkuveitunnar. Sannleikurinn sé að hann hafi ekki haft aðgang að skjalakerfi fyrirtækisins frá því að hann fór í leyfi til að sinna störfum fyrir REI. _____ Yfirlýsing Guðmunds Þóroddssonar: Gögn þau sem farið er fram á að skilað sé eru gögn sem geymd hafa verið í skrifstofu undirritaðs frá upphafi, eru afrit af frumgögnum og innihalda eintök undirritaðs af fundargögnum stjórnarfunda OR frá 1999 þar til hann fór í leyfi til að gegna starfi forstjóra REI sl. sumar. Gögn stjórnarfunda eru send stjórnarmönnum og forstjóra OR fyrir hvern stjórnarfund eða dreift á fundinum. Samkvæmt lögum um Orkuveituna hafa þessir aðilar rétt til setu á stjórnarfundum. Almennt er talið að menn eigi rétt á að hafa aðgang að fundargögnum þeirra funda sem þeir bera ábyrgð á. Engin gögn hafa verið tekin úr skjalageymslum/kerfi Orkuveitu Reykjavíkur eins og látið er liggja að í fréttum. Staðreyndin er sú að undirritaður hefur ekki haft aðgang að skjalakerfi Orkuveitunnar frá því að hann fór í leyfi fyrir 9 mánuðum. Öll frumrit fundargerða svo og allir samningar og skjöl sem fyrir stjórn eru lagðir eru geymdir í skjalakerfi Orkuveitunnar og aðgengileg starfsmönnum á rafrænan hátt í því. Það stenst því engan veginn að starfsmenn Orkuveitunnar hafi ekki getað sinnt sínum störfum vegna skorts á þessum gögnum, eins og haldið var fram í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi. Heimildir fyrir því eru augljóslega ekki komnar innan úr fyrirtækinu, heldur einhverjum sem ekki þekkir vel til mála. Þar sem núverandi forstjóri OR hefur talið að mikilvægt væri fyrir fyrirtækið að fá þessi gögn til varðveislu hefur undirritaður átt í vinsamlegum viðræðum við hann um hvernig því verður við komið. Í því ljósi taldi undirritaður að samkomulag væri um málsmeðferð þegar harðort bréf barst óvænt frá lögmönnum í gær þar sem settar voru fram kröfur, eins og greint hefur verið frá. Þar sem slík harka er komin í málið, tel ég rétt að fela lögmönnum mínum að meta úrlausn þessa máls sérstaklega. Hvað varðar kröfu um skil á bifreið þeirri, sem var hluti af starfskjörum mínum hjá Orkuveitunni, hefur sá skilningur verið uppi að þau afnot séu hluti af starfskjörum þeim sem enn eru í gildi milli undirritaðs og Orkuveitunnar og verða næstu tæpu ellefu mánuði, samkvæmt ráðningarsamningi. Ef komin eru upp ný sjónarmið í því máli, er auðvitað sjálfsagt að ræða það, eins og tíðkast almennt í samskiptum vinnuveitenda og launþega. Undirritaður lýsir hins vegar furðu á einhliða fréttaflutningi Ríkissjónvarpsins af þessu máli í gærkvöldi. Engin tilraun var gerð til að bera efni fréttarinnar eða þær alvarlegu ásakanir sem þar komu fram undir þann sem hún þó fjallar um. Ekkert var heldur haft eftir forsvarsmönnum Orkuveitunnar, enda segir forstjóri fyrirtækisins í fjölmiðlum, að málið sé alls ekki jafn alvarlegt og gefið sé í skyn í fjölmiðlum. Það verður að teljast fáheyrt og mun undirritaður í framhaldinu ræða við lögmenn sína um mögulega málssókn af þessum sökum, enda ber allt þetta ferli keim af því að verið sé að hanna tiltekna atburðarás. Þá sætir einnig furðu að forstjóri Orkuveitunnar upplýsi nú í fjölmiðlum, að það hafi ekki verið að hans beiðni að leitað var til lögfræðings um þessi mál. Því vaknar sú spurning, að hvers beiðni var það þá og hvaða hvatir liggja þar að baki? Tengdar fréttir Hönnuð atburðarrás sett af stað til höfuðs Guðmundi Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir að ásakanir um að hann hafi tekið skjöl OR ófrjálsri hendi lykti af pólitík. Hann segir að með því að "leka" bréfi sem lögfræðingur skrifaði honum fyrir hönd OR í gær hafi "hönnuð atburðarrás" verið sett af stað. 10. júlí 2008 12:03 Tók trúnaðargögn og farinn í frí Ekki næst í Guðmund Þóroddson, fyrrverandi forstjóra Orkuveitunnar, sem tók með sér marga kassa af trúnaðargögnum þegar hann lét af störfum og neitar að skila jeppa frá fyrirtækinu. Barnfóstra hans segir Guðmund í fríi úti á landi. 9. júlí 2008 19:37 "Telur þetta sín prívat gögn" Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segir Guðmund Þóroddsson hafa álitið gögnin sem hann tók með sér þegar hann hætti störfum sín eigin. Jeppinn sé að mati Guðmundur hluti af 12 mánaða starfslokasamningi hans. 9. júlí 2008 20:21 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Sjá meira
Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, íhugar málsókn gegn fréttastofu Ríkissjónvarpsins í kjölfar fréttar í gærkvöldi þar sem gefið var í skyn að Guðmundur hafi tekið skjöl Orkuveitunnar ófrjálsri hendi. Guðmundur lýsir furðu á einhliða fréttaflutningi fréttastofunnar þar sem engin tilraun hafi verið gerð til að bera efni fréttarinnar undir sig. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Guðmundi. ,,Ekkert var heldur haft eftir forsvarsmönnum Orkuveitunnar, enda segir forstjóri fyrirtækisins í fjölmiðlum, að málið sé alls ekki jafn alvarlegt og gefið sé í skyn í fjölmiðlum. Það verður að teljast fáheyrt og mun undirritaður í framhaldinu ræða við lögmenn sína um mögulega málssókn af þessum sökum, enda ber allt þetta ferli keim af því að verið sé að hanna tiltekna atburðarás," segir í tilkynningunni. Guðmundur segir að hann hafi ekki fjarlægt nein gögn úr skjalageysmlu Orkuveitunnar. Sannleikurinn sé að hann hafi ekki haft aðgang að skjalakerfi fyrirtækisins frá því að hann fór í leyfi til að sinna störfum fyrir REI. _____ Yfirlýsing Guðmunds Þóroddssonar: Gögn þau sem farið er fram á að skilað sé eru gögn sem geymd hafa verið í skrifstofu undirritaðs frá upphafi, eru afrit af frumgögnum og innihalda eintök undirritaðs af fundargögnum stjórnarfunda OR frá 1999 þar til hann fór í leyfi til að gegna starfi forstjóra REI sl. sumar. Gögn stjórnarfunda eru send stjórnarmönnum og forstjóra OR fyrir hvern stjórnarfund eða dreift á fundinum. Samkvæmt lögum um Orkuveituna hafa þessir aðilar rétt til setu á stjórnarfundum. Almennt er talið að menn eigi rétt á að hafa aðgang að fundargögnum þeirra funda sem þeir bera ábyrgð á. Engin gögn hafa verið tekin úr skjalageymslum/kerfi Orkuveitu Reykjavíkur eins og látið er liggja að í fréttum. Staðreyndin er sú að undirritaður hefur ekki haft aðgang að skjalakerfi Orkuveitunnar frá því að hann fór í leyfi fyrir 9 mánuðum. Öll frumrit fundargerða svo og allir samningar og skjöl sem fyrir stjórn eru lagðir eru geymdir í skjalakerfi Orkuveitunnar og aðgengileg starfsmönnum á rafrænan hátt í því. Það stenst því engan veginn að starfsmenn Orkuveitunnar hafi ekki getað sinnt sínum störfum vegna skorts á þessum gögnum, eins og haldið var fram í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi. Heimildir fyrir því eru augljóslega ekki komnar innan úr fyrirtækinu, heldur einhverjum sem ekki þekkir vel til mála. Þar sem núverandi forstjóri OR hefur talið að mikilvægt væri fyrir fyrirtækið að fá þessi gögn til varðveislu hefur undirritaður átt í vinsamlegum viðræðum við hann um hvernig því verður við komið. Í því ljósi taldi undirritaður að samkomulag væri um málsmeðferð þegar harðort bréf barst óvænt frá lögmönnum í gær þar sem settar voru fram kröfur, eins og greint hefur verið frá. Þar sem slík harka er komin í málið, tel ég rétt að fela lögmönnum mínum að meta úrlausn þessa máls sérstaklega. Hvað varðar kröfu um skil á bifreið þeirri, sem var hluti af starfskjörum mínum hjá Orkuveitunni, hefur sá skilningur verið uppi að þau afnot séu hluti af starfskjörum þeim sem enn eru í gildi milli undirritaðs og Orkuveitunnar og verða næstu tæpu ellefu mánuði, samkvæmt ráðningarsamningi. Ef komin eru upp ný sjónarmið í því máli, er auðvitað sjálfsagt að ræða það, eins og tíðkast almennt í samskiptum vinnuveitenda og launþega. Undirritaður lýsir hins vegar furðu á einhliða fréttaflutningi Ríkissjónvarpsins af þessu máli í gærkvöldi. Engin tilraun var gerð til að bera efni fréttarinnar eða þær alvarlegu ásakanir sem þar komu fram undir þann sem hún þó fjallar um. Ekkert var heldur haft eftir forsvarsmönnum Orkuveitunnar, enda segir forstjóri fyrirtækisins í fjölmiðlum, að málið sé alls ekki jafn alvarlegt og gefið sé í skyn í fjölmiðlum. Það verður að teljast fáheyrt og mun undirritaður í framhaldinu ræða við lögmenn sína um mögulega málssókn af þessum sökum, enda ber allt þetta ferli keim af því að verið sé að hanna tiltekna atburðarás. Þá sætir einnig furðu að forstjóri Orkuveitunnar upplýsi nú í fjölmiðlum, að það hafi ekki verið að hans beiðni að leitað var til lögfræðings um þessi mál. Því vaknar sú spurning, að hvers beiðni var það þá og hvaða hvatir liggja þar að baki?
Tengdar fréttir Hönnuð atburðarrás sett af stað til höfuðs Guðmundi Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir að ásakanir um að hann hafi tekið skjöl OR ófrjálsri hendi lykti af pólitík. Hann segir að með því að "leka" bréfi sem lögfræðingur skrifaði honum fyrir hönd OR í gær hafi "hönnuð atburðarrás" verið sett af stað. 10. júlí 2008 12:03 Tók trúnaðargögn og farinn í frí Ekki næst í Guðmund Þóroddson, fyrrverandi forstjóra Orkuveitunnar, sem tók með sér marga kassa af trúnaðargögnum þegar hann lét af störfum og neitar að skila jeppa frá fyrirtækinu. Barnfóstra hans segir Guðmund í fríi úti á landi. 9. júlí 2008 19:37 "Telur þetta sín prívat gögn" Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segir Guðmund Þóroddsson hafa álitið gögnin sem hann tók með sér þegar hann hætti störfum sín eigin. Jeppinn sé að mati Guðmundur hluti af 12 mánaða starfslokasamningi hans. 9. júlí 2008 20:21 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Sjá meira
Hönnuð atburðarrás sett af stað til höfuðs Guðmundi Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir að ásakanir um að hann hafi tekið skjöl OR ófrjálsri hendi lykti af pólitík. Hann segir að með því að "leka" bréfi sem lögfræðingur skrifaði honum fyrir hönd OR í gær hafi "hönnuð atburðarrás" verið sett af stað. 10. júlí 2008 12:03
Tók trúnaðargögn og farinn í frí Ekki næst í Guðmund Þóroddson, fyrrverandi forstjóra Orkuveitunnar, sem tók með sér marga kassa af trúnaðargögnum þegar hann lét af störfum og neitar að skila jeppa frá fyrirtækinu. Barnfóstra hans segir Guðmund í fríi úti á landi. 9. júlí 2008 19:37
"Telur þetta sín prívat gögn" Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segir Guðmund Þóroddsson hafa álitið gögnin sem hann tók með sér þegar hann hætti störfum sín eigin. Jeppinn sé að mati Guðmundur hluti af 12 mánaða starfslokasamningi hans. 9. júlí 2008 20:21