Innlent

Enn mótmælt við dómsmálaráðuneytið

Rosemary Athieno, eiginkona Pauls.
Rosemary Athieno, eiginkona Pauls.

Mótmælendur söfnuðust saman fyrir framan dómsmálaráðuneytið í hádeginu í dag til að knýja á um lausn í máli Pauls Ramses.

Hörður Torfason, tónlistarmaður og einn þátttakenda í mótmælunum, segir að hlé verði gert á mótmælunum núna vegna þess að búið sé að kæra ákvörðun Útlendingaeftirlitsins til ráðherra. „En við viljum bara að náð verði í manninn og hann verði hér á meðan að dómsmálaráðherra fjallar um mál hans," segir Hörður.

Nú hefur verið mótmælt fyrir framan dómsmálaráðuneytið í heila viku, en Hörður segir að þetta séu fjölmennustu mótmælin hingað til. Hann telur að á annað hundrað manns hafi mætt. Þar á meðal var Rosemary Athieno, eiginkona Pauls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×