Innlent

Tjáir sig ekki um hugsanlega lögsókn Guðmundar

SB skrifar
Páll Magnússon útvarpsstjóri. Hefur ekki séð fréttina um Guðmund Þóroddsson
Páll Magnússon útvarpsstjóri. Hefur ekki séð fréttina um Guðmund Þóroddsson

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, treysti sér ekki til þess að tjá sig um hugsanlega lögsókn Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóra Orkuveitunnar, á hendur Rúv. Hann segist ekki hafa séð fréttina þar sem Guðmundur var sakaður um að hafa tekið trúnaðargögn ófrjálsri hendi þegar hann hætti sem forstjóri og neitað að skila þeim.

Guðmundur hefur sagt gögnin sín eigin. Bíll sem hann var einnig sakaður um að vilja ekki skila sé hluti af ráðningarsamningi hans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Guðmundi.

"Ég hef ekki séð yfirlýsinguna eða fréttina. Ég treysti mér því ekki til að tjá mig um málið að svo stöddu," sagði Páll og benti á Elínu Hirst fréttastjóra.

Í yfirlýsingunni lýsir hann yfir furðu sinni á "einhliða fréttaflutningi Ríkissjónvarpsins" af þessu máli. "Engin tilraun var gerð til að bera efni fréttarinnar eða þær alvarlegu ásakanir sem þor komu fram undir þann sem hún þó fjallar um."

Jafnframt segir í yfirlýsingunni að slík vinnubrögð teljist fáheyrð "...og mun undirritaður í framhaldinu ræða við lögmenn sína um mögulega málssókn af þessum sökum, enda ber allt þetta ferli keim af því að vera sé að hanna tiltekna atburðarrás."

Ekki náðist í Elínu Hirst vegna málsins.






Tengdar fréttir

Hönnuð atburðarrás sett af stað til höfuðs Guðmundi

Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir að ásakanir um að hann hafi tekið skjöl OR ófrjálsri hendi lykti af pólitík. Hann segir að með því að "leka" bréfi sem lögfræðingur skrifaði honum fyrir hönd OR í gær hafi "hönnuð atburðarrás" verið sett af stað.

Íhugar málsókn gegn RÚV

Guðmundur Þóroddsson íhugar málsókn gegn fréttastofu Ríkissjónvarpsins í kjölfar fréttar þar sem gefið var í skyn að hann hafi tekið skjöl Orkuveitunnar ófrjálsri hendi. Guðmundur lýsir furðu á einhliða fréttaflutningi fréttastofunnar þar sem engin tilraun hafi verið gerð til að bera efni fréttarinnar undir sig. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Guðmundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×