Innlent

Mjólkurvinnsluhætt á Blönduósi

Um næstu áramót mun MS hætta allri mjólkurvinnslu á Blönduósi. Á sama tíma mun framleiðsla bragðefna úr sjávarafurðum flytjast frá Skagaströnd í húsnæði MS á Blönduósi.

Hjá MS á Blönduósi eru átta stöðugildi og mun fyrirtækið leggja áherslu á að finna starfsfólkinu störf eftir að mjólkurvinnslu lýkur á Blönduósi. Liður í því er flutningur bragðefnavinnslu í húsnæði MS á Blönduósi.

Breytingarnar eru liður í endurskipulagningu og hagræðingu í rekstri MS sem hófst með stofnun Mjólkursamsölunnar ehf. fyrir tæpum tveimur árum.

Markmiðið var að draga úr kostnaði við framleiðslu og dreifingu mjólkurafurða í erfiðu rekstrarumhverfi, til hagsbóta fyrir neytendur og mjólkurframleiðendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×