Innlent

Lögreglan rannsakar netperra

Lögreglan rannsakar nú mál þar sem karlmaður á meginlandi Evrópu hefur fengið íslenska stúlku undir lögaldri til að vera með kynferðislega tilburði fyrir framan vefmyndavél. Hættuleg msn-samskipti eru vaxandi vandamál, segir Björgvin Björgvinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Fjöldi mála vegna spjallrásar-samskipta fullorðins fólks á kynferðislegum nótum við börn einkum stúlkur undir lögaldri eykst ár frá ári.

IP talan í umræddu máli hefur verið rakin til tölvu á meginlandinu, en eigandinn plataði stúlkuna til að afklæðast og hafa í frammi kynferðislega tilburði. Hann fylgdist síðan með henni í vefmyndavél.

Björgvin segir að vefmyndavélar séu vaxandi vandamál þær auki möguleika brotamannsins á að sækja að barninu og fá það til að gera ósæmilega hluti.

Fjallað verður nánar um vaxandi vanda vegna msn-samskipta í kvöldfréttum Stöðvar 2 á morgun.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×