Innlent

Tveir slösuðust í bílslysi á Sæbraut

Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir umferðarslys á gatnamótum Sæbrautar og Höfðatúns um ellefuleytið í morgun. Að sögn sjúkraflutningamanna er talið að bifreið hafi farið yfir á rauðu ljósi með þeim afleiðingum að hún rakst á aðra. Ekki er talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×