Innlent

Íslenska konan var stungin til bana

Andri Ólafsson skrifar
Herbergi konunnar sem lést.
Herbergi konunnar sem lést.

Íslenska konan sem fannst látin í Dóminíska lýðveldinu var stungin með hníf tvisvar eða þrisvar sinnum. Þetta kom fram í fréttum GH sjónvapsstöðvarinnar í landinu í gær.

Konan fannst látin í gærmorgun en talið er að hún hafi verið myrt seint á sunnudagskvöldinu síðasta.Hún fannst inn á herbergi sem hún hafði á gistiheimili þar sem hún var framkvæmdastjóri.

Ekki lítur út fyrir að neinu hafi verið stolið og telur lögregla að morðinginn hafi þekkt íslensku konuna og fylgt henni inn á herbergi.

Konan sem um ræður var fædd árið 1979 en ekki verður greint frá nafni hennar að svo stöddu af tilllitsemi við aðstandendur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×