Innlent

Skrækróma innbrotþjófur við rúmgaflinn

Ung kona á Akureyri vaknaði upp við innbrotsþjóf í svefnherberginu í nótt. Hún öskraði svo hátt að þjófurinn flúði hlaupandi út í buskann og gleymdi bílnum sínum í látunum.

Við Eyrarveg 16 á Akureyri urðu þau tíðindi á fimmta tímanum í nótt að innbrotsþjófur smeygði sér inn um glugga og ruddist inn til ungrar verslunarkonu, Halldóru Arnórsdóttur.

Hún býr ein og brá eðlilega mikið þegar hún sá þjófinn standa með vasaljós í hönd við rúmgaflinn í svefnherbergi hennar.

Halldóra segist enn vera að jafna sig eftir þessa nöturlegu lífsreynslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×