Erlent

ESB beitir frekari refsiaðgerðum gegn Íran

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.

Evrópusambandið hefur samþykkt að beita Íran frekari refsiaðgerðum til þess að reyna að fá þá til að hætta auðgun úrans. Mun nú þeim aðgerðum beitt að frjósa allar inneignir íranska bankans Melli innan ESB-landa.

ESB skoraði á Írana í síðustu viku að hætta auðgun úrans en hafa ekki fengið neitt svar frá Tehran. Íranar hafa fullyrt að kjarnorkuaðgerðir þeirra séu fullkomlega friðsamlegar en hafa samt ekki orðið við þeirri kröfu Sameinuðu Þjóðanna að hætta auðgun úrans.

Bankinn sem um ræðir er talinn þjónusta kjarnorku og skotvopnaáætlanir Írana. Bandaríkin hafa þegar sett hann á svartan lista sem þýðir að hægt sé að frjósa allar innistæður hans þar í landi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×