Erlent

Hvetur íslamista til að berjast gegn friðargæsluliðum í Sómalíu

Háttsettur talsmaður Al kaída hryðjuverkasamtakanna hvetur íslamista í Sómalíu til þess að berjast gegn friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna, sem halda til landsins á næstunni.

Abu Jaija Al-Libi kom fram á myndbandi, sem barst til AP-fréttastofunnar í Bandaríkjunum. Hann sagði að nýlegt samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu í Sómalíu væri ekki pappírsins virði. Andstæðar fylkingar í Sómalíu sömdu um vopnahlé nýlega en samkvæmt því fara hersveitir frá Eþíópíu úr landi og í staðinn koma friðargæsluliðar undir merkjum Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×