Erlent

Erlendum olíustarfsmönnum rænt í Nígeríu

Átta erlendum starfsmönnum á olískipi í Lagos í Nígeríu var rænt í nótt. Það voru vopnaðir menn sem tóku starfsmennina sem eru hvítir. Það þýðir að 16 olíustarfsmönnum hefur verið rænt á svæðinu á síðustu tveimur sólarhringum.

„Þetta gerðist í nótt á milli klukkan eitt og hálf tvö. Það var gerð árás á skipið og átta starfsmönnum var rænt, þetta gerðist í kjölfar skothríðar," sagði Sagir Musa talsmaður hersins á svæðinu.

Talið er að mennirnir starfi fyrir fyrirtæki sem heitir Global Gas and Refining Ltd. Þjóðerni þeirra er ekki vitað sem stendur og gat fyrirtækið ekki gefið frá sér yfirlýsingu strax.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×