Innlent

Harðduglegur kortaþjófur í gæsluvarðhald

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því fyrr í vikunni yfir síbrotamanni í Reykjavík. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa stolið greiðslukorti og greitt fyrir fartölvu sem hann síðan endurseldi fyrir 10 grömm af amfetamíni. Lögreglan er með alls þrettán önnur mál sem maðurinn er sterklega orðaður við.

Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 22.júlí. Maðurinn stal jakka á kaffishúsinu Nexus á sunnudaginn en í jakkanum var greiðslukort sem hann síðan notaði til þess að greiða fyrir fartölvu í verslun Elko.

Daginn eftir var hann síðan handtekinn þar sem hann reyndi að kaupa sjónvarpstæki í verslun BT í Skeifunni. Hann hefur viðurkennt að hafa selt tölvuna fyrir 10 grömm af amfetamíni og einnig þjófnað sinn á greiðslukortinu.

Hin málin þrettán tengjast flest öllu þjófnaði og hefur maðurinn verið duglegur að nappa greiðslukortum út um allan bæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×