Innlent

Hanna Birna verður oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir. mynd/365

Hanna Birna Kristjánsdóttir verður oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins það sem eftir lifir af kjörtímabilinu. Þetta var ákveðið á fundi borgarfulltrúa flokksins í dag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfarandi oddviti, lagði þessa tillögu fram. Ekki hefur náðst í neinn af borgarfulltrúunum.

 

Vilhjálmur verður áfram borgarfulltrúi út kjörtímabilið en allt bendir til þess að Hanna Birna setjist í stól borgarstjóra í mars á næsta ári þegar Ólafur F. Magnússon hættir.

Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur Vilhjálmur reynt að finna eftirmann sinn í nokkrar vikur en það hefur ekki gengið vegna ágreinings á milli Hönnu Birnu, Gísla Marteins Baldurssonar og Júlíusar Vífils Ingvarssonar sem öll hafa viljað oddvitastöðuna. Ljóst er að Vilhjálmi hefur með þessu tekist að leysa þann ágreining.




Tengdar fréttir

Barist um borgarstjórastól sjálfstæðismanna

Þrír af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins gera tilkall til borgarstjórastólsins þegar flokkurinn fær hann í mars á næsta ári. Oddvitinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur, samkvæmt heimildum Vísis, leitað leiða á undanförnum vikum til að finna út hver af hinum sex borgarfulltrúum geti sest í stólinn ef hann ákveður að gefa hann frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×