Innlent

Vegleg hátíð í tilefni 100 ára afmælis Kennaraháskólans

Í dag verður haldin vegleg hátíð í Borgarleikhúsinu í tilefni af því að liðin eru hundrað ár frá setningu fyrstu fræðslulaga og stofnun Kennaraskóla Íslands, síðar Kennaraháskóla Íslands.

Litið verður yfir liðna öld í ljóðum, tónlist og lausu máli með kennaranám og skólastarf í huga.

Ávörp flytja Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Ólafur Proppé rektor Kennaraháskóla Íslands.

Lýst verður kjöri heiðursdoktara og brautskráðir fyrstu doktorar frá Kennaraháskóla Íslands.

Dagskráin hefst kl. 14.00 og er áætlað að hún standi í um tvær klukkustundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×