Innlent

Talið að 15.000 konur hafi tekið þátt í kvennahlaupinu

Talið er að 15.000 konur hafi tekið þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ sem fór fram í 19. sinn í dag.

Hlaupið fór fram á 90 stöðum út um allt land og á um 20 stöðum erlendis. Góð þátttaka var í hlaupinu. Um 3.500 konur hlupu í Garðabænum, 1300 í Mosfellsbæ og 710 á Akureyri. Mikil og góð stemning var víða um land þar sem ömmur, mömmur, dætur og vinkonur hreyfðu sig og skemmtu sér saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×