Innlent

Mikil geislavirkni í sorpi frá Ítalíu

Yfirvöld í Hamborg hafa fyrirskipað stöðvun á eyðingu spítalasorps frá Ítalíu eftir að mælingar sýndu óvenjumikla geislavirkni í því. Var geislavirkning 80-falt meiri en eðlilegt getur talist.

Sorpið sem hér um ræðir kemur frá Campania héraðinu á Ítalíu þar sem borgin Napolí er staðsett. Sem kunnugt er af fréttum hefur Napolí glímt við mikið sorphirðuvandamál sem rakið er til mafíunnar að hluta til.

Yfirvöld í Hamborg segja að þau muni ekki taka við meiru af sorpi frá Ítalíu fyrr en yfirvöld þar tryggi að það öruggt að eyða því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×