Innlent

Aldurstakmark á tjaldstæðinu Akureyri

Frá tjaldsvæðinu á Akureyri.
Frá tjaldsvæðinu á Akureyri.

Fólk undir tvítugu má ekki tjalda á tjaldsvæðum á Akureyri í kringum sautjánda júní. Þetta kemur fram í tilkynningu sem að Hamrar, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta, sem rekur tjaldsvæði Akureyrarbæjar að Hömrum og Þórunnarstræti sendi frá sér.

Þar segir að í ljósi reynslunnar á tjaldsvæðunum frá dögunum kringum 17. júní síðustu ár, sem að einnkennst hafi af ofbeldi og áfengis- og vímuefnaneyslu, verði aðgengi stýrt að tjaldsvæðunum í ár. Þar verður einnig aukin öryggis og löggæsla til að tryggja að reglum tjaldsvæðanna sé framfylgt.

Aðgengi að tjaldsvæðinu verði því fyrir fjölskyldufólk og miðast það við 20 ár fyrir aðra. Bannið á við dagana 14. til 18. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×