Innlent

Tíminn stendur í stað á Lækjartorgi

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar
Klukkan á Lækjartorgi meðan allt lék í lyndi.
Klukkan á Lækjartorgi meðan allt lék í lyndi.

Keyrt var á klukkuna á Lækjartorgi í gærkvöldi samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Ökumaður virðist hafa ekið á klukkuna rétt fyrir klukkan níu í gær því hún hefur verið stopp síðan þá. Þegar Vísir hafði samband við lögreglu hafði hún engar tilkynningar fengið um málið.

Árni Haraldur Jóhannsson, hjá Kiwanisklúbbnum Kötlu sem sér um klukkuna, segir að í klukkunni sé viðkvæmur tölvubúnaður sem sjái um að klukkan gangi rétt og að farið verði í það strax að lagfæra gangverk klukkunnar. Áður fyrr var gangverk klukkunnar inni í húsunum sem eyðilögðust í stórbrunanum í fyrravor.

Engar aðrar sjáanlegar skemmdir virðast vera á klukkunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×