Innlent

Fékk skilorð fyrir líkamsárás

Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Norðurlands Eystri í dag dæmdur í 40 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás.

Maðurinn réðst á annan mann fyrir utan veitingastaðinn Bakaríið á Dalvík í apríl og sló hann í andlitið. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fékk lítilsháttar áverka.

Árásarmaðurinn játaði sök. Auk hinnar skilorðsbundnu fangelsisvistar er honum er gert að greiða fórnarlambi sínu 112 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×