Innlent

156 náðaðir frá 1980

Frá 1980 hefur 156 einstaklingum verið veitt náðun hér á landi. Á árabilinu 1980 til 1990 voru 89 náðaðir. Undanfarin 18 ár hafa 67 hlotið sakaruppgjöf og þar af einn á þessu ári. Á seinustu fimm árum hafa tíu einstaklingar verið náðaðir.

Dómsmálaráðherra skipar þriggja manna náðunarnefnd á þriggja ára fresti sem skilar til ráðherra rökstuddum tillögum um afgreiðslu á þeim erindum sem berast nefndinni. Á endanum er það forseti Íslands sem staðfestir tillögurnar.

Sakaruppgjöf er veitt í sérstökum undantekningatilvikum þar sem sterk rök mæli með því að fella niður refsingu með náðun. Yfirleitt er það vegna alvarlegra veikinda dómþola.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×