Innlent

Fósturfaðir grunaður um kynferðisbrot

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál þar sem karlmaður er grunaður um kynferðisbrot gegn stúlku sem var hjá honum í fóstri.

Barnaverndaryfirvöld í Kópavogi óskuðu eftir því við lögregluna fyrr á þessu ári að hún rannsakaði mál þar upplýsingar höfðu komið fram að ekki væri allt með felldu á heimili þar sem par í bænum voru með nokkur börn í fóstri. En grunur lék á að maðurinn hafi framið kynferðisbrot gegn stúlku sem þar var í fóstri.

Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að málið væri þar í rannsókn en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það. Stúlkan er nú á unglingsaldri en fréttastofa hefur ekki getað fengið upplýsingar um á hvaða tímabili meint brot eiga að hafa átt sér stað. Hjá Kópavogsbæ fengust þær upplýsingar að öll börnin sem voru í fóstri hjá hjónunum hafi verið flutt þaðan og komið fyrir annars staðar. Félagsþjónustan í Kópavogi hefur jafnframt rift samningi sínum við par.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×