Feðgar gætu mæst í Kaplakrika á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2008 16:15 Feðgarnir Örn Ingi og Bjarki Sigurðsson. Sá möguleiki er fyrir hendi að feðgar muni mætast á handboltavellinum í Kaplakrika á morgun þegar að FH tekur á móti Víkingi í N1-deild karla. „Gamla" landsliðskempan Bjarki Sigurðsson hefur verið að spila af og til með Víkingum í haust en sonur hans, Örn Ingi, leikur með FH. Báðir léku þeir með Aftureldingu á síðasta keppnistímabili og eru því ekki óvanir því að spila saman sem samherjar. Þeir hafa þó aldrei mæst sem andstæðingar. Örn Ingi gat ekki neitað því að hann ætlaði sér að pakka þeim gamla saman inn á vellinum ef Bjarki mun koma við sögu í leiknum. „Ég sé nú ekki fram á að hann ætli sér að gera merkilega hluti í þessum leik," sagði hann og hló. „Vonandi fæ ég að spila vörn á móti honum, það gæti verið gaman." Bjarki sagðist nú reyndar efast um að hann kæmi við sögu í leiknum. „Ég ætla nú lítið að segja um þetta. Ég hef lítið spilað að undanförnu og býst ekki við öðru en að vera á pöllunum á morgun." „En auðvitað kitlar það að taka þátt í leiknum. En þarna væri ég að spila á móti drengjum sem eru allt að 20 árum yngri og nokkuð ljóst að ég er ekki að fara að pakka neinum saman," sagði hann í léttum dúr. Bjarki er nú að þjálfa 2. flokk Víkings sem er hans uppeldisfélag. Hann vonast því eftir sigri Víkinga á morgun. „Víkingur þarf á stigunum að halda og ég vil að liðið haldi sæti sínu í deildinni. En auðvitað styð ég strákinn heilshugar. Ég vona bara að tap FH verði öllum öðrum en honum að kenna." Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Sjá meira
Sá möguleiki er fyrir hendi að feðgar muni mætast á handboltavellinum í Kaplakrika á morgun þegar að FH tekur á móti Víkingi í N1-deild karla. „Gamla" landsliðskempan Bjarki Sigurðsson hefur verið að spila af og til með Víkingum í haust en sonur hans, Örn Ingi, leikur með FH. Báðir léku þeir með Aftureldingu á síðasta keppnistímabili og eru því ekki óvanir því að spila saman sem samherjar. Þeir hafa þó aldrei mæst sem andstæðingar. Örn Ingi gat ekki neitað því að hann ætlaði sér að pakka þeim gamla saman inn á vellinum ef Bjarki mun koma við sögu í leiknum. „Ég sé nú ekki fram á að hann ætli sér að gera merkilega hluti í þessum leik," sagði hann og hló. „Vonandi fæ ég að spila vörn á móti honum, það gæti verið gaman." Bjarki sagðist nú reyndar efast um að hann kæmi við sögu í leiknum. „Ég ætla nú lítið að segja um þetta. Ég hef lítið spilað að undanförnu og býst ekki við öðru en að vera á pöllunum á morgun." „En auðvitað kitlar það að taka þátt í leiknum. En þarna væri ég að spila á móti drengjum sem eru allt að 20 árum yngri og nokkuð ljóst að ég er ekki að fara að pakka neinum saman," sagði hann í léttum dúr. Bjarki er nú að þjálfa 2. flokk Víkings sem er hans uppeldisfélag. Hann vonast því eftir sigri Víkinga á morgun. „Víkingur þarf á stigunum að halda og ég vil að liðið haldi sæti sínu í deildinni. En auðvitað styð ég strákinn heilshugar. Ég vona bara að tap FH verði öllum öðrum en honum að kenna."
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Sjá meira