Morðgátan um Kaupþing Björn Ingi Hrafnsson skrifar 3. desember 2008 00:01 Íslenskt stjórnkerfi ferðast á hraða snigilsins og fylgdi alls ekki eftir stækkun fjármálageirans í landinu á undanförnum árum. Ísland stóð á endanum uppi eitt og yfirgefið þegar neyðin var sem stærst. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, í erindi sem bar yfirskriftina Morðgátan um Kaupþing, sem hann flutti á fundi viðskiptaráðsins í Stokkhólmi í síðustu viku. Rakti Sigurður fjölmargar ástæður fyrir falli Kaupþings og íslensku bankanna og tók nokkra sök á sig í þeim efnum. Kvaðst hann vera þess fullviss að Ísland gengi fljótlega í Evrópusambandið til þess að endurreisa efnahaginn, rétt eins og Svíar og Finnar hafi gert í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Það sé sorglegt að hrun fjármálakerfisins hafi þurft til. Seðlabankinn fékk sinn skammt í ræðu Sigurðar. Þar var vaxtastefna hans harðlega gagnrýnd, hún hefði haldið uppi fölsku gengi krónunnar og lokkað til landsins spákaupmenn sem gerðu út á vaxtamunaviðskipti. Hann hefði ekki náð markmiðum sínum um verðbólgu og fjármálastöðugleika, en vildi engu síður bæta við sig verkefnum og taka yfir stjórn Fjármálaeftirlitsins. Furðaði hann sig á því og bætti við að með þjóðnýtingu Glitnis hefðu stjórnvöld og Seðlabankinn hleypt af stað skriðu sem ekki hefði tekist að stöðva. Hugmyndin hefði verið að styrkja stöðu Glitnis svo hann fengi sama lánshæfismat og ríkið, en niðurstaðan hefði orðið þveröfug og bæði ríkið og bankarnir verið kolfelldir í lánshæfismati í kjölfarið og erlendir fjárfestar gert allt til að losa sig við íslenskar eignir, án tillits til gæða þeirra. Ofan í kaupið hafi Alþingi sett neyðarlög þar sem gerður var greinarmunur á kröfuhöfum jafnvel á grundvelli þjóðernis sem hafi verið augljóst brot á Evrópureglum og formaður bankastjórnar Seðlabankans komið fram í sjónvarpi og tilkynnt að ekki stæði til að borga nema brot af erlendum skuldum bankanna. Fyrir vikið hafi bresk stjórnvöld talið hættu á að eignir Landsbankans í Bretlandi yrðu fluttar til Íslands sem trygging fyrir íslenskum innstæðum án þess að breskir sparifjáreigendur fengju neitt. Sagði Sigurður að Kaupþing Singer og Friedlander í London hefði verið breskur banki og hefði því átt að lúta þarlendum reglum. Hafi bresk yfirvöld talið hann gjaldþrota hefðu þau átt að þjóðnýta hann. Aðgerðir þeirra séu óafsakanlegar og þess vegna telji hann að dauðdaga Kaupþings hafi ekki borið að með eðlilegum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Íslenskt stjórnkerfi ferðast á hraða snigilsins og fylgdi alls ekki eftir stækkun fjármálageirans í landinu á undanförnum árum. Ísland stóð á endanum uppi eitt og yfirgefið þegar neyðin var sem stærst. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, í erindi sem bar yfirskriftina Morðgátan um Kaupþing, sem hann flutti á fundi viðskiptaráðsins í Stokkhólmi í síðustu viku. Rakti Sigurður fjölmargar ástæður fyrir falli Kaupþings og íslensku bankanna og tók nokkra sök á sig í þeim efnum. Kvaðst hann vera þess fullviss að Ísland gengi fljótlega í Evrópusambandið til þess að endurreisa efnahaginn, rétt eins og Svíar og Finnar hafi gert í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Það sé sorglegt að hrun fjármálakerfisins hafi þurft til. Seðlabankinn fékk sinn skammt í ræðu Sigurðar. Þar var vaxtastefna hans harðlega gagnrýnd, hún hefði haldið uppi fölsku gengi krónunnar og lokkað til landsins spákaupmenn sem gerðu út á vaxtamunaviðskipti. Hann hefði ekki náð markmiðum sínum um verðbólgu og fjármálastöðugleika, en vildi engu síður bæta við sig verkefnum og taka yfir stjórn Fjármálaeftirlitsins. Furðaði hann sig á því og bætti við að með þjóðnýtingu Glitnis hefðu stjórnvöld og Seðlabankinn hleypt af stað skriðu sem ekki hefði tekist að stöðva. Hugmyndin hefði verið að styrkja stöðu Glitnis svo hann fengi sama lánshæfismat og ríkið, en niðurstaðan hefði orðið þveröfug og bæði ríkið og bankarnir verið kolfelldir í lánshæfismati í kjölfarið og erlendir fjárfestar gert allt til að losa sig við íslenskar eignir, án tillits til gæða þeirra. Ofan í kaupið hafi Alþingi sett neyðarlög þar sem gerður var greinarmunur á kröfuhöfum jafnvel á grundvelli þjóðernis sem hafi verið augljóst brot á Evrópureglum og formaður bankastjórnar Seðlabankans komið fram í sjónvarpi og tilkynnt að ekki stæði til að borga nema brot af erlendum skuldum bankanna. Fyrir vikið hafi bresk stjórnvöld talið hættu á að eignir Landsbankans í Bretlandi yrðu fluttar til Íslands sem trygging fyrir íslenskum innstæðum án þess að breskir sparifjáreigendur fengju neitt. Sagði Sigurður að Kaupþing Singer og Friedlander í London hefði verið breskur banki og hefði því átt að lúta þarlendum reglum. Hafi bresk yfirvöld talið hann gjaldþrota hefðu þau átt að þjóðnýta hann. Aðgerðir þeirra séu óafsakanlegar og þess vegna telji hann að dauðdaga Kaupþings hafi ekki borið að með eðlilegum hætti.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun