Lífið

Heiðar snyrtir: Kjósum Ungfrú Ísland til sigurs

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Heiðar Jónsson.
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Heiðar Jónsson.

„Stelpan lítur óaðfinnanlega út alla daga og finnst gaman að taka þátt í keppninni," segir Heiðar Jónsson kynnir Miss World keppninar sem verður sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum 13. desember næstkomandi.

Vísir biður Heiðar að spá fyrir um gengi Alexöndru Helgu Ívarsdóttur Ungfrú Ísland 2008 í keppninni:

„Alexöndru er spáð 16. sæti og fær mikla umfjöllun allsstaðar. Það er mikið talað um að hún sé nokkuð líkleg til að verða eina af sextán undanúrslitastelpunum," segir Heiðar og bætir við:

„Við Íslendingar þurfum að vera dugleg að kjósa hana á vefnum MissWorld.com."

Hér má kjósa Alexöndru.


Tengdar fréttir

Ungfrú Ísland 2008: Getur verið á háum hælum með kærastanum

„Ég hef það bara mjög gott. Þetta er bara spennandi," svarar Alexandra Helga Ívarsdóttir, 18 ára, sem var valin Ungfrú Ísland 2008 síðasta föstudag þegar Vísir spyr hvernig henni líður með nýja titilinn og hvað er framundan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.