Sport

Hjörtur: Hefði viljað vera undir 54 sekúndum - Myndir

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Hjörtur Már
Hjörtur Már Mynd/Vilhelm

Hjörtur Már Reynisson segir að mistök á fyrstu 50 metrunum í 100 metra flugsundinu í á ÓL í hádeginu hafi kostað hann dýrt. Hann var þó ánægður með að bæta sinn besta árangur í 100 metra flugsundinu. 

"Þetta var hálfgert klúður og ég var alveg á mörkum þess að vera dæmdur úr leik. Maður má vera í kafi í 15 metra og ég var aðeins hraðari en ég bjóst við. Því varð ég að skjóta mér upp þegar ég kom við 15 metrana. Það fór smá orka í það, bæði andlega og líkamlega. Það varð til þess að ég eyddi aðeins of mikilli orku á fyrri 50 metrunum. Það bitnaði á mér undir lokin enda var ég alveg sprunginn og rann eiginlega í mark," sagði Hjörtur Már eftir 100 metra flugsundið en hann kom í mark á 54,17 sekúndum sem er hans besti tími.

"Auðvitað er fínt að slá sinn besta tíma en ég vildi meira og tel mig eiga meira inni. Ég er það mikill keppnismaður. Þetta var samt ágætt en ég hefði gjarna viljað vera undir 54 sekúndum."

Árni Már fagnar Íslandsmetinu í 50 m skriðsundiVilhelm
Árni varð fyrsti sundmaðurinn til að slá Íslandsmet á ÓLVilhelm
Árni kemur í mark á ÍslandsmetiVilhelm
Arni gerir sig kláran fyrir sundiðVilhelm
Vilhelm
Árni átti ekki von á að slá Íslandsmet ArnarVilhelm
Árni stingur sér til sunds með tilþrifumVilhelm
Hjörtur Már mætir til leiks í flugsundinuVilhelm
Hjörtur gerir sig kláranVilhelm
Hjörtur bætti sinn besta tímaVilhelm
Hjörtur Már á fullu í lauginniVilhelm
Hjörtur MárVilhelm
Hjörtur kemur í mark á persónulegu metiVilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×