Lífið

Flagari Britneyjar gríðarlega vinsæll

Svo virðist sem bandaríska söngkonan Britney Spears sé ekki alveg af baki dottinn ef marka má viðbrögð við nýju myndbandi við lagið Womanizer sem útleggjast mætti á íslensku sem Flagarinn.

Eftir því sem erlendir miðlar greina frá hefur verið horft á myndbandið sjö milljón sinnum á Netinu á aðeins tveimur sólarhringum. Ekki liggur þó fyrir hvort hafi meiri áhrif, söngur yngismeyjarinnar eða myndir af henni nakinni í gufubaði í myndbandinu.

Af henni er annars það að frétta að Spears hyggur á tónleikaferðalag á næstunni þar sem kynna á nýja plötu hennar, Circus, sem kemur út í desember. Fjögur ár eru síðan hún túraði síðast en frá þeim tíma hefur hún glímt við mikla erfiðleika eins og alþjóð ætti að vera kunnugt.

Hægt er að horfa á myndbandið hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.