Innlent

Í farbann vegna fíkniefnamáls

Þýskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í farbann til 26. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn er búsettur hér á landi, og sat um tíma í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnamáli sem kom upp á Seyðisfirði í byrjun síðasta mánaðar.

Verulegt magn fíkniefna fannst þá í bíl annars Þjóðverja eða u.þ.b. 20 kg af hassi og 1,7 kg af amfetamíni. Síðarnefndi maðurinn, sem er á sjötugsaldri, var í síðustu viku úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til 18. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×