Erlent

Vilja nýja stjórnarskrá í skugga náttúruhörmunga

Angelina Jolie, velgjörðasendiherra Sameinuðu þjóðanna, ásamt börnum í Búrma.
Angelina Jolie, velgjörðasendiherra Sameinuðu þjóðanna, ásamt börnum í Búrma.

Herforingjastjórnin í Búrma notar hörmungar undanfarinna daga til að hvetja fólk í landinu til að samþykkja nýja stjórnarskrá.

Á meðan óttast er að 100 þúsund manns hafi farist í storminum heldur ríkisstjórnin uppi linnulausum áróðri í gegnum ríkisrekna fjölmiðla þar sem það er sögð skylda hvers borgara að kjósa.

Stjórnarskráin, sem herforingjastjórnin kallar vegvísi að lýðræði, á að taka gildi árið 2010 og þykir herða tök stjórnarinnar í landinu. Þannig fær herinn að minnsta kosti fjórðun þingsæta og forsetinn fær völd til að fela hernum stjórnina þegar neyðarástand skapast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×