Erlent

Lögreglan telur að skotvopnum fjölgi í Kaupmannahöfn

Lögreglan í Kaupmannahöfn segir að skotvopnum fjölgi á götum borgarinnar. Þannig útskýrir hún skotárás sem varð í Albertslund í Kaupmannahöfn í gærkvöld.

Tuttugu og fimm ára gamall karlmaður skaut sex skotum þegar tveir hópar manna deildu um bílastæði. Enginn hlaut skaða af skotárásinni, en hún þykir benda til að sífellt fleiri beri skotvopn.

„Þetta síðasta atvik sýnir því miður að notkun skotvopna verður sífellt algengari. Fólk grípur til þeirra við minnsta ósætti og fólk ber þau í opnu rými," segir Bent Isager rannsóknalögreglumaður í Kaupmannahöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×