Innlent

Gæsluþyrla send til leitar eftir að merki barst frá neyðarsendi

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til leitar í nótt eftir að gervitungl nam oftar en einu sinni merki frá neyðarsendi umþaðbil 32 sjómílur norðvestur af Snæfellsnesi.

Flugvél, sem átti leið yfir landið í nótt, nam einnig sendingu og var þyrlan því send til leitar samkvæmt verklagsreglum Gæslunnar. Einnig var haft samband við skip og báta á þessum slóðum en leit og eftirgrennslan hefur engan árangur borið og kom þyrlan aftur til Reykjavíkur um klukkan hálfátta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×