Erlent

Fögnuðu Jónsmessu með vatnsgusum

Það var engin miskunn sýnd í Manila í morgun.
Það var engin miskunn sýnd í Manila í morgun. MYND/AP

Í San Juan, úthverfi Manilaborgar á Filippseyjum, var haldið upp á Jónsmessuna í morgun með hefðbundnum hætti sem felur í sér að nær allir sem að koma verða rennblautir.

Þar halda menn upp á Jónsmessuna með því að sprauta vatni yfir fólk á götum úti. Allir sem hætta sér út fyrir hússins dyr í hverfinu mega því eiga von á gusu og klæða sig með það í huga. Með Jónsmessunni minnast þeir Jóhannesar skírara - sem skírði fólk í vatni. Í morgun gengu einhverjir svo langt að ná í slökkvibíl og notuðu hann til að sprauta vatni á hvern sem fyrir varð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×