Erlent

Ísraelskur hermaður svipti sig lífi við kveðjuathöfn Sarkozys

Olmert og Sarkozy sjást hér á ísraelska þinginu í gær.
Olmert og Sarkozy sjást hér á ísraelska þinginu í gær. MYND/AP

Kveðjuathöfn á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv í Ísrael fékk skjótan endi fyrir stundu eftir að ísraelskur hermaður skaut sjálfan sig á vellinum.

Eftir því sem erlendir miðlar greina frá var Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, að kveðja Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, eftir opinbera heimsókn þegar atvikið átti sér stað. Lífverðir leiðtoganna komu þeim í öruggt skjól og mun þá ekki hafa sakað. Engar fregnir af hafa borist af því hvers vegna hermaðurinn svipti sig lífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×