Erlent

Vopnasalar smygla Viagra inn til Gaza

Vopnasmyglarar á Gaza-svæðinu hafa nú snúið sér að smygli á öðrum varningi. Ástæðan er einfaldlega sú að búið er að smygla svo miklu af vopnum inn á svæðið að engir kaupendur að þeim finnast lengur.

Vinsælasti smyglvarningurinn í dag til Gaza eru kynörvandi Viagra-pillur og kynsæandi kvennnærföt frá Kína. Í danska blaðinu Berlingske Tidende er rætt við einn vopnasmylarann sem segir að í síðustu viku hafi hann smyglað samtals þremur tonnum af Viagra-pillum til Gaza. Og það fylgir sögunni að þær seljist eins og heitar lummur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×