Erlent

Konur í Írak þjálfaðar til að finna sjálfsmorðssprengjur

Aukning hefur verið á því að konur sprengi sig í loft upp.
Aukning hefur verið á því að konur sprengi sig í loft upp.

Bandaríkjaher í Írak þjálfar nú konur til þess að finna sjálfsmorðssprengjur á öðrum konum. Aukning hefur verið á því að konur sprengi sig upp í Írak þar sem menningarvenjur gera þeim oft kleift að smjúga í gegnum öryggishlið.

Kallast þjálfun kvennanna ,,Dætur Íraks" en hún er ekki aðeins til þess gerð að koma í veg fyrir sjálfsmorðssprengingar heldur einnig til að skapa atvinnu fyrir konur í Írak.

Samkvæmt Bandaríkjaher voru 20 af sjálfsmorðssprengingum árið 2007 framkvæmdar af konum en þegar hafa 20 konur sprengt sig í loft upp árið 2008. Síðast á sunnudaginn dóu 16 manns og 40 særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp.

Konurnar sem þjálfast hafa fá 300 bandaríkjadali fyrir tveggja til þriggja daga vinnu í mánuði. Oft er um að ræða konur sem eiga ekki mikla möguleika á tekjum og eiga stórar fjölskyldur þannig að fyrir þær er þetta dágóð upphæð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×