Innlent

Óskynsamlegt að hrófla við EES samningnum

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum.
Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum.

Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, segir að það væri pólitískt óskynsamlegt að segja upp samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

,,Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu myndi hugsanlega aukast við úrsögn úr EES því það eru margir stuðningsmenn EES sem myndu þá telja óhjákvæmilegt að ganga í Evrópusambandið."

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna, veltir fyrir sér í Morgunblaðsgrein í dag hvort að Íslendingar eigi að segja skilið við EES samninginn.

,,Við Ögmundur vorum báðir andvígir samningnum og við teljum enn að hann sé meingallaður," segir Ragnar en áréttar að Heimssýn hafa ekki uppsögn EES samningsins á stefnuskrá sinni. Hann segir samtökin huga að framtíðinni og vilji ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Að mati Ragnars er grundvallarmunur á EES og ESB. ,,Það er svona eins og fara úr öskunni yfir í eldinn." Tvíhliðasamningur Íslands við Evrópusambandið hugnast Ragnari best.








Tengdar fréttir

Ísland úr EES

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna, veltir fyrir sér að Ísland eigi að segja sig frá samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

Veit ekki á hvaða öld Ögmundur lifir

Formaður Evrópusamtakanna segir að stundum efist hann um á hvaða öld Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna, lifi. Í Morgunblaðsgrein eftir Ögmund sem birtist í morgun veltir hann því upp hvort að Ísland eigi að segja upp samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×