Innlent

Lést í vinnuslysi um borð í Selfossi

Maður lést í vinnuslysi í morgun um borð í skipinu Selfossi sem liggur við Hafnarfjarðarhöfn. Slysið varð um klukkan átta í morgun og varð með þeim hætti að maðurinn klemmdist á milli gáms og skilrúms. Selfoss er í eigu Eimskipafélagsins. Lögregla er enn á vettvangi en hún fer með rannsókn málsins ásamt Vinnueftirlitinu.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×