Davíð frá, krónan út, og ríkisstjórnin fellur sev skrifar 14. október 2008 16:01 Gunnlaugur Guðmundsson. „Ég held að við leggjum niður krónuna og göngum í Evrópusambandið. Ísland mun ganga til liðs við heiminn og nýtt fólk komast til valda," segir Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur. Hann spáði því í kringum síðustu áramót að miklar breytingar væru framundan á íslensku þjóðfélagi. Gamla Ísland væri að deyja, og hið nýja að fæðast. Ríkið myndi á árinu þurfa að hlaupa undir bagga með bönkunum - nokkuð sem flestir töldu óhugsandi þá. „Í vetur munu pólitískar línur skerpast," segir Gunnlaugur um það ástand sem skapast þegar forgangsraða þarf þeim verkefnum sem nú eru fyrir höndum. Mikil átök muni koma upp um hvert veita skal því fé sem eftir er. „Ég held það muni leiða til þess að stjórnin springi í vetur eða vor," segir Gunnlaugur og reiknar með því að Ingibjörg Sólrún standi uppi með pálmann í höndunum. Davíð frá í nóvember?Gunnlaugur segir Davíð Oddson seðlabankastjóra að mörgu leiti táknmynd gamla Íslands. „Það er þó ekki hægt að afskrifa Davíð. Hann er steingeit og þær eru seigar," segir Gunnlaugur. Hann bætir við að þegar menn fari að spyrja sig hví fór sem fór, þá átti þeir sig á því að allt gerðist þetta á vakt Davíðs. „Það er ákveðin staða í hans korti núna um miðjan nóvember sem gefur til kynna miklar breytingar. Það kæmi mér ekki á óvart að hann færi frá nú í nóvember," segir Gunnlaugur, sem telur að þetta hafi þegar verið ákveðið, en Davíði verði leyft að halda andlitinu. Fátt er svo með öllu illtMiklar breytingar eru í kortunum, en Gunnlaugur er þrátt fyrir allt bjartsýnn. „Hinn venjulegi maður þarf ekkert að hafa áhyggjur," segir Gunnlaugur. Hann bætir þó við að næstu ár geti þó orðið erfið fyrir suma. Einhverjir verði atvinnulausir og jafnvel gjaldþrota.Ástæðulaust sé þó að örvænta. Ástandið muni ala á samkennd í þjóðfélaginu og fólk muni leita meira inn á við og í félagsskap vina og ættingja. „Þjóðfélagið verður að mörgu leiti notalegra og mannlegra," segir Gunnlaugur. „Þessi góðærisár hafa verið köld og leiðinleg. Undanfarin ár höfum við verið of upptekin við að skipta um eldhúsinnréttingar og marmaraklæða baðherbergi til að sjá það sem mestu máli skiptir," segir Gunnlaugur. „Þegar ég horfi til baka finnst mér þessi krepputímabil oft hafa verið bestu tímabilin. Þegar maður finnur fyrir ótta þarf maður stuðning frá næsta manni. Fólk opnar hjartað og knúsar hvort annað. Þú færð enga sérstaka gleði af því að sitja inni á marmarabaðherbergi og skrúfa frá gullkrönunum." Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
„Ég held að við leggjum niður krónuna og göngum í Evrópusambandið. Ísland mun ganga til liðs við heiminn og nýtt fólk komast til valda," segir Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur. Hann spáði því í kringum síðustu áramót að miklar breytingar væru framundan á íslensku þjóðfélagi. Gamla Ísland væri að deyja, og hið nýja að fæðast. Ríkið myndi á árinu þurfa að hlaupa undir bagga með bönkunum - nokkuð sem flestir töldu óhugsandi þá. „Í vetur munu pólitískar línur skerpast," segir Gunnlaugur um það ástand sem skapast þegar forgangsraða þarf þeim verkefnum sem nú eru fyrir höndum. Mikil átök muni koma upp um hvert veita skal því fé sem eftir er. „Ég held það muni leiða til þess að stjórnin springi í vetur eða vor," segir Gunnlaugur og reiknar með því að Ingibjörg Sólrún standi uppi með pálmann í höndunum. Davíð frá í nóvember?Gunnlaugur segir Davíð Oddson seðlabankastjóra að mörgu leiti táknmynd gamla Íslands. „Það er þó ekki hægt að afskrifa Davíð. Hann er steingeit og þær eru seigar," segir Gunnlaugur. Hann bætir við að þegar menn fari að spyrja sig hví fór sem fór, þá átti þeir sig á því að allt gerðist þetta á vakt Davíðs. „Það er ákveðin staða í hans korti núna um miðjan nóvember sem gefur til kynna miklar breytingar. Það kæmi mér ekki á óvart að hann færi frá nú í nóvember," segir Gunnlaugur, sem telur að þetta hafi þegar verið ákveðið, en Davíði verði leyft að halda andlitinu. Fátt er svo með öllu illtMiklar breytingar eru í kortunum, en Gunnlaugur er þrátt fyrir allt bjartsýnn. „Hinn venjulegi maður þarf ekkert að hafa áhyggjur," segir Gunnlaugur. Hann bætir þó við að næstu ár geti þó orðið erfið fyrir suma. Einhverjir verði atvinnulausir og jafnvel gjaldþrota.Ástæðulaust sé þó að örvænta. Ástandið muni ala á samkennd í þjóðfélaginu og fólk muni leita meira inn á við og í félagsskap vina og ættingja. „Þjóðfélagið verður að mörgu leiti notalegra og mannlegra," segir Gunnlaugur. „Þessi góðærisár hafa verið köld og leiðinleg. Undanfarin ár höfum við verið of upptekin við að skipta um eldhúsinnréttingar og marmaraklæða baðherbergi til að sjá það sem mestu máli skiptir," segir Gunnlaugur. „Þegar ég horfi til baka finnst mér þessi krepputímabil oft hafa verið bestu tímabilin. Þegar maður finnur fyrir ótta þarf maður stuðning frá næsta manni. Fólk opnar hjartað og knúsar hvort annað. Þú færð enga sérstaka gleði af því að sitja inni á marmarabaðherbergi og skrúfa frá gullkrönunum."
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira