Sport

Schwazer gekk til sigurs

Elvar Geir Magnússon skrifar
Forystusauðirnir ganga hér framhjá sundhöllinni.
Forystusauðirnir ganga hér framhjá sundhöllinni.

Ítalinn Alex Schwazer setti nýtt Ólympíumet í 50 km göngu karla í morgunsólinni í Peking. Schwazer kom í mark á 3 klukkustundum, 37,09 mínútum.

Ástralinn Jared Tallent vann silfurverðlaunin en heimsmethafinn Denis Nizhegorodov frá Rússlandi vann bronsið.

Tallent var 2,18 mínútum á eftir Schwazer. Tallent hafði áður unnið bronsverðlaun í 20 km göngu á leikunum en þá gekk Rússinn Valeriy Borchin til sigurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×