Sport

Maggi vann í langstökki kvenna

Elvar Geir Magnússon skrifar

Maurren Maggi frá Brasilíu náði sínum besta árangri á tímabilinu þegar hún vann gullverðlaunin í langstökki kvenna. Þessi 32 ára koma stökk 7,04 metra í fyrstu umferð og það reyndist sigurstökkið.

Tatiana Lebedeva sem stökk lengst fyrir fjórum árum vann silfrið að þessu sinni með stökk upp á 6,97 metra. Blessing Okagbare vann bronsverðlaunin.

Heimsmeistarinn Irving Jahir Saladino frá Panama varð Ólympíumeistari í langstökki karla fyrr í vikunni en hann náði að stökkva 8,34 metra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×