Rosemary Athieno, kona Paul Ramses er mjög ánægð að taka eigi umsókn eiginmanns hennar aftur fyrir á Íslandi. „ Ég er mjög, mjög glöð," segir Rosemary sem var nýbúin að heyra fréttirnar frá Katrínu Theódórsdóttur, lögmanni Ramses. Hún var hins vegar ekki enn búin að heyra frá eiginmanni sínum.
„Ég hef saknað Pauls mjög mikið, þannig að ég er mjög þakklát að yfirvöld hafi ákveðið að taka mál hans upp að nýju," segir Rosemary. Hún segir líðan Fídel Smára vera góða en erfitt sé að vera ein í fjarveru eiginmanns síns.
Hún hefur reynt að tala eins mikið við mann sinn og hún geti en segir dýrt að hringja til Ítalíu. „Hann hefur saknað þess mjög mikið að vera á Íslandi," segir Rosemary að lokum.