Skoðun

Opið bréf til bæjarfulltrúa í Grindavík

Guðmundur Guðmundsson og Ólafur R. Sigurðsson skrifa:

Spurningar sem Grindvíkingar eiga rétt á að fá svör við varðandi meirihlutaskipta í Grindavíkurbæ nýverið.

1. Hver er kostnaðurinn af bæjarstjóraskiptunum fyrir Grindavíkurbæ að mati meirihluta og minnihluta ? Að mati flokks Frjálslyndra er hann kr. 41,2 milljónir.

2. Grindvíkingar eiga heimtingu á að fá allar upplýsingar og skýringar á trúnaðarbresti D og S lista.

3. Hvers vegna vildi Sigmar Eðvarðsson segja af sér í bæjarstjórn til að halda meirihlutanum áfram? Hafði hann eitthvað óhreint mjöl í poka­horninu?

4. Hvað hafði Guðmundur Pálsson fyrir sér, þegar hann lýsti því yfir í fjölmiðlum að Jónu Kristínu hafi langað mikið í bæjarstjórastólinn ?

5. FF skorar á Sigmar Eðvarðsson að birta uppkast að samningi milli HS og Grindavíkurbæjar um frekari virkjanir og línulagnir í Grindavík, sem ætla má að sé nú í uppnámi.

6. Jóna Kristín hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að samstarf við fyrrverandi bæjarstjóra Ólaf Örn, hafi verið mjög gott, hvers vegna voru þá ekki hans starfskraftar, nýttir út kjörtímabilið. Þessi breyting sem gerð hefur verið nú, kostar 75.000 krónur á hverja fimm manna fjölskyldu út kjörtímabilið. Var það krafa B listans?

7. Hvað finnst bæjarfulltrúum í Grindavík um mannréttindabrot íslenskra stjórnvalda á íslenskum sjómönnum og fjölda fólks í sjávarbyggðunum?

Höfundur eru félagar í Frjálslynda flokknum í Grindavík.



Skoðun

Sjá meira


×