Erlent

Átök magnast í Beirút

Leiðtogi Hisbolla samtakanna í Líbanon segir að stríð sé skollið á í landinu. Bardagar brutust út á milli Hisbolla skæruliða og súnní múslíma í höfuðborginni Beirut í fyrradag og lítið lát virðist á þeim.

Hassan Nasrallah leiðtogi Hisbolla segir að aðgerðir stjórnvalda gegn samtökunum undanfarið hafi gert stríð óumflýjanlegt en lokað var fyrir fjarskiptakerfi samtakanna. Átökin í borginni eru fyrst og fremst á milli Súnní og Shía múslíma, en Hisbolla samtökin tilheyra síðarnefnda hópnum á meðan Súnní múslímar eru hliðhollir Líbönskum stjórnvöldum.

Stjórnarhermenn hafa hins vegar ekki blandað sér í átökin enn sem komið er. Nú fyrir stundu bárust fregnir af því að Hisbolla hefði náð á sitt vald sjónvarpsstöð í borginni sem er í eigu Saad Hariri leiðtoga stjórnaflokksins og lokað fyrir útsendingu hennar. Þá kveiktu skæruliðar hisbolla einnig í skrifstofum dagblaðs sem einnig er í eigu Hariri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×