Erlent

Hvítahúsið bregst við ofbeldinu í Beirút

George Bush forseti Bandaríkjanna
George Bush forseti Bandaríkjanna

Bandaríkin eru að ráðfæra sig við öryggisráð sameinuðu þjóðanna og aðra í miðausturlöndum um hugsanlegar aðgerðir gegn þeim sem bera ábyrgð á ofbeldinu í Beirút. Þetta kom fram hjá talsmanni Hvíta hússins nú í kvöld.

Hvíta húsið hefur sakað hryðjuverkasamtökin Hezbollah um að bera ábyrgð á ástandinu í höfuðborg Líbanons en ríkisstjórn landsins nýtur stuðnings Bandaríkjastjórnar.

„Bandarríkin eru að ráðfæra sig við aðrar ríkisstjórnir á svæðinu sem og öryggisráð sameinuðu þjóðanna um þær aðgerðir sem verður að grípa til gagnvart þeim sem bera ábyrgð á ofbeldinu í Beirút," sagði Gordon Johndroe talsmaður Hvíta hússins í yfirlysingu nú í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×