Erlent

Herforingjarnir vilja hjálpargögn en enga útlendinga

Herforingjarnir sem fara með völdin í Búrma segjast þyggja hjálpargögn og matvæli með þökkum en að landið sé ekki reiðubúið til að taka við erlendum hjálparstarfsmönnum. Sendiráð Búrma í tælandi er lokað í dag.

Þrýstingur vex sífellt á yfirvöld í landinu en hjálparstofnanir segja lífsnauðsynlegt fyrir hundruð þúsunda manna í landinu að þeir fái viðeigandi hjálp í kjölfar fellibylsins sem reið yfir landið á laugardaginn var. Herforingjastjórnin segist hins vegar þyggja hjálpargögn með þökkum en að þeir muni sjálftir annast dreifingu þeirra. Yfirlýsingin kom í kjölfar þess að

Sameinuðu Þjóðirnar lýstu því yfir að afar áríðandi væri að afgreiða vegabréfsáritanir fyrir þau hundruð hjálparstarfsmanna sem bíða í Bangkok eftir því að komast inn í landið.

Til að bæta gráu ofan á svart voru þær fregnir að berast frá Bangkok að sendiráðið hafi ákveðið að virða þarlend hátíðarhöld sem marka upphaf hrísgrjónaræktar-tímabilsins og hafa lokað í dag og á mánudaginn. Hjálparstarfsmenn geti því í fyrsta lagi búist við að fá stimpil í vegabréfið á þriðjudaginn kemur. Hátíðin er frídagur fyrir opinbera starfsmenn en hátíðin er ekki heilagri en svo að fjármálafyrirtæki og verslanir hafa samt opið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×