Lífið

Íslendingur setti húsið á sölu á eBay

Blikksmiður sem bauð til sölu sveitasetur sitt á Álftanesi á uppboðsvefnum ebay hefur fengið tilboð upp á eina komma fjórar milljónir dollara eða tæplega tvö hundruð milljónir króna og það í miðri kreppunni.

Bogi Jónsson hefur ásamt eiginkonu sinni byggt upp glæsilegt heimili á Álftanesinu þar sem er bæði taílenskur veitingastaður og boðið upp á spa meðferðir.

Hann segir að ef af sölunni verður hyggist hann venda sínu kvæði í kross, flytja til Taílands þaðan sem kona hans er ættuð og kynna þar íslenska menningu. Opna kaffihús þar sem boðið er upp á pulsur, kaffi, kleinur og annað þjóðlegt fínerí.

Hægt er að skoða hús Boga hér.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.