Innlent

HÍ og Kennaraháskólinn sameinast í dag

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.

Háskóli Íslands og Kennaraháskólinn sameinast í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir, í grein sem hún ritar í Morgunblaðið af þessu tilefni, að með sameiningunni gefist einstakt tækifæri fyrir fræðasvið Háskóla Íslands til að taka virkari þátt í menntun kennara og annarra uppeldis og umönnunarstétta.

Þá segir Þorgerður jafnframt að með nýjum lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda sem samþykkt voru á Alþingi nú í vor hafi verið lagður grunnur að mikilvægum breytingum um kennaramenntun og starfsumhverfi kennarastéttarinnar. Með nýjum lögum og sameinuðum háskóla sé komið einstakt tækifæri til að efla kennaranám og þar með menntakerfið allt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×