Innlent

Matarverð hækkar mest í Bónus og Krónunni

MYND/Valli

Matvöruverð hefur hækkað mest í Bónus og Krónunni undanfarna þrjá mánuði. Hækkunin er 8 prósent í Bónus og 6,5 prósent í Krónunni. Í öðrum verslunarkeðjum er hækkunin á bilinu 3-4 prósent.

Verðlagseftirlit ASÍ hefur seinustu mánuði fylgst með verðlagi á almennri innkaupakörfu í helstu verslunarkveðjum. Þetta kemur fram í samantekt verðlagseftirlits ASÍ.

Könnunin var gerð á 11 vikna tímabili frá annarri vikunni í apríl til þriðju vikunnar í júní. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur verð á mat- og drykkjarvörum í vísitölu neysluverðs hækkað um rúm 10 prósent það sem af er ári og þar af um tæplega 9 prósent frá því í marsmánuði.

Samantekina er hægt að lesa hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×