Læknar og samninganefnd ræða áfram saman 1. júlí 2008 12:23 Samninganefnd Læknafélags Íslands og samninganefnd ríkisins ákváðu á fundi sínum í dag halda áfram viðræðum um nýjan kjarasamning fyrir lækna sem starfa hjá ríkinu. Hefur samningafundur verið boðaður á fimmtudag. Eins og fram kom í fréttum í morgun ákvað félagsfundur Læknafélagsins í gærkvöld að hafna tilboði ríkisins um liðlega 20 þúsund króna launahækkun í nýjum samningi sem yrði fram á næsta vor. Samningnefnd félagsins var falið að koma þessu á framfæri á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í morgun en að sögn Gunnars Ármannssonar, framkvæmdastjóra félagsins og formanns samninganefndar, kom lítið út úr fundinum. „Við ætlum þó að halda áfram að tala saman og við munum skoða ákveðna þætti og kanna hvort viðræðugrundvöllur sé varðandi þá," segir Gunnar og á þar meðal annars við þætti eins og skipulag vaktavinnu og hvíldartímaákvæði. „Þetta hafa verið erfið úrlausnarmál fyrir báða aðila en það er þess virði að skoða það og reyna að finna sameiginlegan grundvöll," segir Gunnar. Aðilarnir muni skoða þessi mál hvor í sínu lagi fram að næsta samningafundi sem boðaður hefur verið á fimmtudag. Viljum ekki meiri raunlaunaskerðingu en aðrir Um tilboð ríkisins, sem hljóðar upp á 20.300 krónur í flata hækkun, segir Gunnar að læknar geti ekki samþykkt það. „Við höfum farið fram á sambærilegar hækkanir og aðrir hafa fengið, þar á meðal hjá BSRB, en okkur reiknast til að að það sé um tíu prósenta hækkun að meðaltali. Við erum tilbúin að taka þátt í baráttunni við verðlagið eins og önnur félög en við viljum ekki meiri raunlaunaskerðingu en aðrar stéttir," segir Gunnar. Hann bendir á þótt læknar séu með hæstu launatöfluna þá hafi þeir einna stystan starfsaldur. „Það er okkar skoðun að við séum með mjög hófsamar kröfur en okkur finnst ríkisvaldið afar óbilgjarnt og höfum áhyggjur af því hvert sé verið að stefna okkur," segir Gunnar enn fremur. Félagsfundur Læknafélagsins samþykkti einnig í gær að fara að undirbúa verkfallsaðgerðir í haust ef ekki semst en Gunnar segir of snemmt að segja til um hvort af því verði. „Við munum leita allra annarra leiða en ef ríkið reynist óhagganlegt þurfum við að fara yfir stöðuna," segir Gunnar og leggur áherslu á að aðilar ræði enn saman. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Samninganefnd Læknafélags Íslands og samninganefnd ríkisins ákváðu á fundi sínum í dag halda áfram viðræðum um nýjan kjarasamning fyrir lækna sem starfa hjá ríkinu. Hefur samningafundur verið boðaður á fimmtudag. Eins og fram kom í fréttum í morgun ákvað félagsfundur Læknafélagsins í gærkvöld að hafna tilboði ríkisins um liðlega 20 þúsund króna launahækkun í nýjum samningi sem yrði fram á næsta vor. Samningnefnd félagsins var falið að koma þessu á framfæri á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í morgun en að sögn Gunnars Ármannssonar, framkvæmdastjóra félagsins og formanns samninganefndar, kom lítið út úr fundinum. „Við ætlum þó að halda áfram að tala saman og við munum skoða ákveðna þætti og kanna hvort viðræðugrundvöllur sé varðandi þá," segir Gunnar og á þar meðal annars við þætti eins og skipulag vaktavinnu og hvíldartímaákvæði. „Þetta hafa verið erfið úrlausnarmál fyrir báða aðila en það er þess virði að skoða það og reyna að finna sameiginlegan grundvöll," segir Gunnar. Aðilarnir muni skoða þessi mál hvor í sínu lagi fram að næsta samningafundi sem boðaður hefur verið á fimmtudag. Viljum ekki meiri raunlaunaskerðingu en aðrir Um tilboð ríkisins, sem hljóðar upp á 20.300 krónur í flata hækkun, segir Gunnar að læknar geti ekki samþykkt það. „Við höfum farið fram á sambærilegar hækkanir og aðrir hafa fengið, þar á meðal hjá BSRB, en okkur reiknast til að að það sé um tíu prósenta hækkun að meðaltali. Við erum tilbúin að taka þátt í baráttunni við verðlagið eins og önnur félög en við viljum ekki meiri raunlaunaskerðingu en aðrar stéttir," segir Gunnar. Hann bendir á þótt læknar séu með hæstu launatöfluna þá hafi þeir einna stystan starfsaldur. „Það er okkar skoðun að við séum með mjög hófsamar kröfur en okkur finnst ríkisvaldið afar óbilgjarnt og höfum áhyggjur af því hvert sé verið að stefna okkur," segir Gunnar enn fremur. Félagsfundur Læknafélagsins samþykkti einnig í gær að fara að undirbúa verkfallsaðgerðir í haust ef ekki semst en Gunnar segir of snemmt að segja til um hvort af því verði. „Við munum leita allra annarra leiða en ef ríkið reynist óhagganlegt þurfum við að fara yfir stöðuna," segir Gunnar og leggur áherslu á að aðilar ræði enn saman.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira