Innlent

Akkeri híft upp eftir tæp 130 ár í sjó

Tómas Knútsson kafari hjá akkerinu. Mynd/ Smári/245.is
Tómas Knútsson kafari hjá akkerinu. Mynd/ Smári/245.is

Akkerið úr seglskipinu Jamestown var híft upp úr sjó, síðastliðinn þriðjudag, eftir að hafa legið þar í 127 ár. Skipið sökk árið 1881 eftir að hafa rekið mannlaust að landi við Ósabotna.

Á vefnum 245.is kemur fram að aðdragandi og undirbúningur við að ná akkerinu hafi staðið yfir talsvert lengi eða allt frá árinu 2002, þegar það fannst. Þá segir að akkerinu hafi verið komið fyrir í stóru og miklu sjókeri sem sé staðsett á bakvið Fræðasetrið. Þar verði það næstu mánuði í hreinsun til að koma í veg fyrir að málmurinn springi.

Elsta hús í Sandgerði, Efra-Sandgerði er smíðað úr timbri úr þessu fræga skipi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×