Innlent

Atvinnulausum fjölgar um 1377 á hálfum mánuði

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Atvinnulausum hefur fjölgað um 1377á tæpum tveimur vikum. Samkvæmt vef Vinnumálastofnunar eru nú 9582 einstaklingar skráðir atvinnulausir. 11. desember eru 8205 manns skráðir atvinnulausir, en í lok nóvembermánaðar voru 6350 skráðir atvinnulausir.

Reikna má með að atvinnuleysi muni enn aukast á næstunni, enda ljóst að frekari samdráttur er framundan í mörgum atvinnugreinum.

Tæplega 6000 karlmenn eru atvinnulausir og 3500 konur samkvæmt Vinnumálastofnun.

Á höfuðborgarsvæðinu eru 6000 skráðir atvinnulausir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×